Heilsuhúsið Kringlunni (helgarstarf)

Langar þig að vinna í skemmtilegu og nærandi umhverfi?

 

Heilsuhúsið leitar að þjónustulunduðum og drífandi starfsmanni með mikinn áhuga á heilsuvörum og heilbrigðum lífstíl til starfa í verslun okkar í Kringlunni.

 

Starfið felst í sölu á vörum Heilsuhússins og ráðgjöf til viðskiptavina á notkun þeirra.


Vinnutími:

 • Annan hvern fimmtudag 18:00-21:00
 • Annan hvern laugardag kl. 9:45-16:30
 • Annan hvern sunnudag 13:00-18:00
 • Miklir möguleikar á aukavöktum við afleysingar virka daga og um helgar


Hæfniskröfur:

 • Rík þjónustulund
 • Áhugi á mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og gott viðmót
 • Geta til að starfa undir álagi
 • Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði
 • Þekking og reynsla af heilsuvörum kostur


Vinsamlegast athugið að viðkomandi þarf að tala góða íslensku og vera að minnsta kosti 20 ára.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en um miðjan ágúst.

 

Nánari upplýsingar veitir Lára Pétursdóttir, umsjónarmaður Heilsuhússins Kringlunni í s. 568-9266.

 

Í samræmi við jafnréttsáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

 

Deila starfi
 
 • Skrifstofa
 • Hagasmára 1
 • 201 Kópavogi
 • Sími: 530 3800
 • Fax: 530 3801
 • Kt: 531095-2279