Langar þig að vinna í skemmtilegu og nærandi umhverfi?
Heilsuhúsið leitar að sjálfstæðum og skipulögðum starsmanni með ríka þjónustulund í sölu - og afgreiðslustarf.
Starfið felst í sölu á vörum Heilsuhússins og ráðgjöf til viðskiptavina um notkun þeirra.
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf á líflegum vinnustað þar sem í boði eru samkeppnishæf laun og gott vinnuumhverfi.
Viðkomandi starfsmaður mun starfa í Heilsuhúsinu og auk þess við afleysingar í Lyfju.
Starfstími er 6 mánuðir með möguleika á áframhaldi.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund
- Áhugi á mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og gott viðmót
- Geta til að starfa undir álagi
- Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði
- Þekking og reynsla af heilsuvörum kostur
Vinnutímier:
mánudagar og föstudagara frá kl 14-18
þriðjudagar og fimmtudagar frá kl 16-18
Annan hvern laugardag
Vinsamlegast athugið að viðkomandi þarf að tala góða íslensku, vera helst 20 ára eða eldri og geta hafið störf fljótlega.
Nánari upplýsingar veitir Hrefna Hrafnsdóttir, umsjónarmaður Heilsuhússins á Selfossi, á netfangið hrefna@heilsuhusid.is